Fréttir
  • frá opnun Via Nordica 2012

Via Nordica 2012 opnar af krafti

Glæsileg opnun í Hörpu

11.6.2012

Via Nordica 2012 -- Á krossgötum var opnuð með miklu opnunaratriði; með söng og karlakór og myndum frá Íslandi sem gestir kunnu vel að meta. Það var Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem opnaði ráðstefnuna en hana ávöpuðu einnig innanríkisráðherra, framkvæmdastjóri Heimsvegasambandsins og formaður Vegasambands Eystrasaltsríkjanna. Sjá allt um ráðstefnuna á http://www.vianordica.is/ en þar er að finna fjölda mynda frá opnuninni og fleiri fréttir á dönsku, sænsku, norsku og ensku..