Fréttir
  • Suðurlandsvegur - framkvæmdir í sumar
  • Suðurlandsvegur - framkvæmdir í sumar
  • Suðurlandsvegur - framkvæmdir í sumar
  • Suðurlandsvegur - framkvæmdir í sumar

Framkvæmdum við Suðurlandsveg framhaldið

verkinu lýkur í endaðan júli

9.5.2012

Framkvæmdir við Suðurlandsveg, frá Litlu kaffistofunni að Lögbergsbrekku eru hafnar á ný. Þetta er síðasti áfanginn í þessu verki þar sem aðallega verður unnið við að endurgera gamla veginn (akbrautina í austur). Gatnamótin við Bolaöldur og Bláfjallaveg verða fullgerð, með að- og fráreinum og einnig verða settir hellulagðar eyjar (svokallaðir dropar) í gatnamótin til að aðgreina akstursstefnur.

Vegfarendur eru beðnir að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar um hámarkshraða. Framkæmdunum lýkur í lok júlí en fram að þeim tíma eiga akstursleiðir innan framkvæmdasvæðisins eftir að breytast og verður umferð flutt á milli akreina eftir því sem verkinu vindur fram.

Að síðustu verður lagt nýtt slitlag á eldri akbrautina en sá nýlagði (akbrautin í vestur) var malbikaður í fyrra sumar.