Fréttir
  • Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár

Göngu- og hjólabrýr yfir Eilliðaár

opnun 3. maí

25.4.2012

Þrjár tillögur sem bárust í samkeppni um göngu- og hjólabrýr yfir Eilliðaárósa voru valdar áfram á annað þrep samkeppninnar. Dómnenfnd vann áfram með þessar þrjár tillögur og verður vinningstillagan kynnt 3. maí næstkomandi.

Vinningstillögunar verða svo teknar til sýningar í Ráðhúsinu 7. - 14. maí. En stígarnir munu stytta leið hjólandi og gangandi úr Grafarvogi í miðborgarinnar um 700 metra og auka gildi Geirsnefsins.

Í desember 2011 efndu Reykjavíkurborg og Vegagerðin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands til opinnar tveggja þrepa samkeppni um göngu-og hjólabrýr yfir Elliðaárósa. Tilgangur samkeppninnar var að fá fram frjóar og ahugaverðar en jafnframt raunhæfar hugmyndir um nyja göngu- og hjólaleið yfir Elliðaárósa og velja tillögu til útfærslu að loknu seinna þrepi samkeppninnar, um leið og tillögur væru verðlaunaðar.

Dómnefnd lagði ítarlegt mat á allar innsendar tillögur sem bárust á fyrra þrepi og lagði til grundvallar þau sjónarmið sem tilgreind voru í keppnislýsingu i samræmi við keppnislýsingu voru 3 tillögur valdar áfram til frekari úrvinnslu á seinna þrepi keppninnar. Tilkynnt verður um vinningstillöguna fimmtudaginn 3. maí 2012.

 

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook