Fréttir
  • Samanlagður akstur á höfuðborgarsvæðinu

Umferð eykst á höfuðborgarsvæðinu

umferðin í ár hefur aukist um 1,2 prósent

3.4.2012

Líkt og á Hringveginum eykst umferðin á höfuðborgarsvæðinu í marsmánuði miðað við sama mánuði í fyrra. Umferðin jókst um meira en eitt prósent.  

Umferðin hefur aukist um 1,2 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins og er það mesta aukning á þessum tímabli ársins frá því árið 2008. Þá jókst umferðin reyndar um heil fimm prósent.

 

Talnaefni og fleiri gröf

 

Milli mars mánaða 2011 og 2012

Umferð jókst um 1,1%, um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu, milli mars mánaða 2011 og 2012.

 

Umferðin varð þannig að um:

- Hafnarfjarðarveg sunnan Kópavogslækjar jókst umferðin um 2,3%.

- Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi jókst umferðin um 0,1%.

- Vesturlandsvegur (Nesbraut) við móts við Skeljung, ofan Ártúnsbrekku, jókst umferðin um 1,8%

 


 

Frá áramótum milli áranna 2011 og 2012

Það sem af er ári hefur umferðin nú aukist um 1,2%, um mælisniðin þrjú. Er þetta jákvæðasta staða það sem af er ári síðan metárið 2008 en þá hafði umferðin aukist um 5% milli 2008 og 2007 fyrir sama tímabil.

Umferð um Hafnarfjarðarveg heldur áfram að aukast hlutfallslega mest, þessara þriggja sniða, það sem af er ári.

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook