Fréttir
  • Málþing um samgöngur
  • Málþing um samgöngur
  • Málþing um samgöngur

Fróðlegt málþing: Snúast samgöngur aðeins um kostnað?

Málþing um samfélagsleg áhrif skipulags samgöngukerfisins

27.3.2012

Til hvers eru samgöngur? Þetta var til umræðu á fróðlegu og vel heppnuðu málþingi sem haldið var að frumkvæði innanríkisráðherra í samstarfi við Vegagerðina og Skipulagsfræðingafélag Íslands. Yfirskriftin var "Snúast samgöngur eingöngu um kostnað?"

Málþingið var velsótt. Erindin fróðleg og umræður nokkrar. Sjá frétt á vef innanríkisráðuneytisins og vef Skipulagsfræðingafélagsins.

Skipulagsfræðingafélag Íslands átti veg og vanda að undirbúningi málþingsins.

Tilgangur þess  var að fjalla um samspil skipulags og áhrif þess á samgöngukerfið og raunar allt samfélagið, svo sem byggðaþróun, borgarmynstur, búsetu, umhverfismál og fleira.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti málþingið. Þetta var dagskráin: 

 

Dagskrá málþingsins fimmtudaginn 22. mars:

Setning

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra

 

Inngangur  - Snúast samgöngur aðeins um kostnað?

Dr. Bjarki Jóhannesson, formaður Skipulagsfræðingafélags Íslands

 

Vistvænar samgöngur. Áhrifaþættir í borgarskipulagi

Þorsteinn R. Hermannsson, samgönguverkfræðingur M.Sc., innanríkisráðuneyti & Mannvit

 

2+1 vegir og áhrif þeirra á búsetu og byggðarmynstur

Sverrir Örvar Sverrisson, verkefnastjóri Vegagerðinni

 

Hjáleiðir um þéttbýli

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, Skipulagsfræði og samgöngur M.Sc, Verkís

 

Samgöngur og borgarbragur

Páll Gunnlaugsson, arkitekt FAÍ hjá ASK arkitektum

 

Upplifun og fagurfræði í samgöngukerfum

Ragnar Frank Kristjánsson, landslagsarkitekt FÍLA og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

 

Kostnaður við samgöngur í þéttbýli

Lúðvík Elíasson, hagfræðingur og kennari við Landbúnaðarháskóla Íslands

 

Aðgengi og athafnir sem lykilþættir skipulags byggða og samgangna

Guðmundur Freyr Úlfarsson, Ph.D., prófessor og varadeildarforseti Háskóla Íslands

 

Sjálfbærar samgöngur - í bið eða bráð?

Hrafnkell Á. Proppé, skipulagsfræðingur hjá Alta

 

Samantekt og umræður