Fréttir
  • Harpa

Norræna vegasambandið í Hörpu í sumar

1000-1200 manna vegaráðstefna NVF

15.3.2012

Norræna vegasambandið (NVF) stendur fyrir stórri vegaráðstefnu í Hörpu 11. - 13. júní næstkomandi. Via Nordica 2012 - Á krossgötum. Reikna má með að um 1000-1200 manns sæki ráðstefnuna. Nú þegar hafa um 350 manns skráð sig, mest útlendingar. Ísland hefur stýrt NVF síðustu fjögur ár og lýkur tímabili Íslands með ráðstefnunni. Undirbúningur hefur að miklu leiti verið á könnu Vegagerðarinnar.

Samhliða ráðstefnunni verður haldin sýning og hafa 19 sýnendur skráð sig til leiks, auk vegagerða norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkjanna. Flestar tækninefndir NVF taka einnig þátt í sýningunni.

Fyrirlestrar verða fjölmargir, hvorttveggja í Eldborg þar sem allir koma sama og í fjórum samhliða málstofum. Fyrirlesarar verða meðal annarra sænski sagnfræðingurinn Gunnar Wetterberg, Páll Skúlason, Lars Stenqvist frá Scania, upphafsmaður núllsýnarinnar Claes Tingvall, og fleiri umferðaröryggissérfræðingar svo sem Dienesh Sethi og frá Volvó Anders Eugenesson. Einnig má nefna Elisabeth Deakin prófessor við Berkeley háskólann en hún hefur oft komið fyrir bandarískar þingnefndir vegna sérfræðikunnáttu sinnar. Í lokin munu meðal annarra Ari Trausti Guðmundsson fjalla um framtíðina með Paul Rojas prófessor frá Berlín sem rannsakar bíla sem aka án ökumanns en hann segir að bílarnir í dag séu hestvagnar gærdagsins.

Tveir sýnendur hið minnsta eru silfurstyrktaraðilar ráðstefnunnar Via Nordica 2012 en það eru núna Vektura frá Svíþjóð og Colas Danmörku með Hlaðbæ Colas.

 

Aðrir sýnendur eru þessir komnir nú þegar:

 

Sasol Wax GmbH  Þýskalandi
Nynas NV  Belgíu
Swarco  Noregi
NCC Roads Holding  Svíþjóð
Kapsch TrafficCom AB  Svíþjóð
VTI  Svíþjóð
PIPS - Technology Ltd  Bretlandi
Gifas-Electric  Danmörku
Delta  Danmörku
Ísmar  Íslandi
EFLA  Íslandi
Transtech Systems  USA
A Wendel ehf  Íslandi
Blip systems  Danmörku
MeadWestvaco Europe  Belgíu
Trafikverket for the EU-project BALTRIS  ESB
Mannvit  Íslandi
  Styrktaraðilar:  
Vektura  Svíþjóð
Colas  Danmörku

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook