Fréttir
  • Vetrarþjónustan fjárveitingar
  • Sumarþjónustan fjárveitingar
  • Snjómokstursreglur 2011-2012

Minni fjárveitingar - minni þjónusta

Strax árið 2009 var til að mynda snjómokstursreglum Vegagerðarinnar breytt í ljósi minni fjárveitinga

19.1.2012

Fjárveitingar til Vegagerðarinnar hafa á undanförnum árum minnkað einsog til annarra stofnana ríkisins. Fjárveitingar til nýframkvæmda hafa ekki verið þær einu sem hafa minnkað heldur hefur það gerst varðandi alla þætti í starfsemi Vegagerðarinnar. Þar er vetrarþjónustuna ekki undanskilin.

Strax árið 2009 var til að mynda snjómokstursreglum Vegagerðarinnar breytt í ljósi minni fjárveitinga. Þjónustudögum var víða fækkað og þjónustu hætt fyrr á daginn/kvöldin en áður var. Vegagerðin leitaði einnig allra leiða til að hagræða þannig að sem mest mætti þó gera fyrir það fé sem til ráðstöfunar er hverju sinni.

Fjárveitingar til vetrarþjónustunnar hafa numið allt að tveimur milljörðum króna. Fyrir árið 2011 voru þær ríflega 1600 milljónir króna og hafa ekki verið lægri í meira en áratug og munu lækka enn á árinu 2012. Vegna erfiðs tíðarfars, stefnir í að raunkostnaðurinn árið 2011 verði um 1900 milljónir króna. Ekki er útlit fyrir að fjárveitingar til þessa þáttar aukist á næstu árum. Hugsanlega þarf því enn að draga úr þjónustunn

 

Vetrarþjónustan fjárveitingar

 

Á meðfylgjandi súluriti (hér fyrir neðan) má sjá að fjárveitingar til sumarþjónustunnar hafa minnkað um nærri helming frá árinu 2007 eða úr um þremur milljörðum króna í innan við einn og hálfan árið 2011. Ein ástæðan er að kröftum hefur þó verið beint að vetrarviðhaldinu enda snjómokstur mikilvægur og ekki síður hálkuvarnir vegna umferðaröryggisins. 

 

Sumarþjónustan fjárveitingar

 

Mikilvægt er að vegfarendur kynni sér vel snjómokstursreglur Vegagerðarinnar hverju sinni, kanni færð á vegum á heimasíðu Vegagerðarinnar og ef ástæða er til leiti upplýsinga hjá upplýsingarþjónustu Vegagerðarinnar í síma 1777. Ekki er síður mikilvægt að ökumenn aki eftir aðstæðum og á velbúnum bílum.

 

Snjómokstursreglur 2011-2012

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook