Fréttir
  • Göngubrúin í Mosfellsbæ
  • Göngubrúin í Mosfellsbæ
  • Göngubrúin í Mosfellsbæ

Lokað um tíma laugardag - hjáleið um Vesturlandsveg í Mosfellsbæ

vegna vinnu við göngubrú við Krikahverfi

6.1.2012

 

Vesturlandsvegur í Mosfellsbæ. Göngubrú við Krikahverfi

 

Laugardaginn 7 janúar, verður yfirbygging göngubrúar yfir Vesturlandsveg í Mosfellsbæ steypt. Meðan á verkinu stendur verða truflanir á umferð um Vesturlandsveginn og á tímabili þarf að loka fyrir umferð undir brúna.

 

Lokað verður annarsvegar við hringtorg að Lágafelli og hins vegar við hringtorg við Hafravatnsveg.

 

Á meðan þessar lokanir vara er notast við hjáleið um Bjarkarholt - Háholt.

 

Miðað er við að steypuframkvæmdin hefjist um kl. 10:00 og verði lokið um kl. 16:00 og þar með að truflanir á umferð verði innan þess tíma.

 

Vegfarendur eru hvattir til að fara varlega og taka tillit til þeirra sem starfa við þessa framkvæmd.

 

Kort með hjáleiðinni:

 

 

Hjáleiðin

 

Hjáleiðin