Fréttir
  • Grænás undirgöng formlega tekin í notkun
  • Grænás undirgöng formlega tekin í notkun
  • Grænás undirgöng formlega tekin í notkun
  • Grænás undirgöng formlega tekin í notkun
  • Grænás undirgöng formlega tekin í notkun
  • Grænás undirgöng formlega tekin í notkun

Undirgöng við Grænás tekin í notkun

bæjarstjóri og vegamálastjóri skiptust á fánum

10.11.2011

Ný undirgöng við Grænás í Reykjanesbæ og hringtorg sem byggt var í fyrra á sama stað voru formlega tekin í notkun 9. nóvember. Undirgöngin tengja Ásbrú við við Innri-Njarðvík og eykur umferðaröryggið. Sama á við um hringtorgið. Undirgöngin nýtast gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendum. 

Vegamálastjóri Hreinn Haraldsson og Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ skiptust á borðfánum af þessu tilefni við undirgöngin.

Sjá kynningu um verkið.

Við þetta tækifæri þakkaði Árni Vegagerðinni fyrir verkið og góða samvinnu á verktímanum. Hann nefndi að íbúar Reykjanesbæjar væru sérstaklega ánægðir með þess framkvæmd og nefndi að allt of sjaldan væri stofnunum eins og Vegagerðinni þakkað fyrir verk sem þessi. Hreinn þakkaði Árna sömuleiðis fyrir gott samstarf og benti á að þakka bæri starfsmönnum suðvestursvæðis sem hefðu verið vakandi yfir því að ráðist yrði í þetta verk og einnig verktakanum Skrautu ehf fyrir vel unnið verk. Hreinn sagði einnig að í auknum mæli liti Vegagerðin til verka sem bættu umferðaröryggið.