Fréttir
  • Umhverfisviðurkenning Borgarness
  • Umhverfisviðurkenning Borgarness
  • Umhverfisviðurkenning Borgarness
  • Umhverfisviðurkenning Borgarness
  • Umhverfisviðurkenning Borgarness
  • Umhverfisviðurkenning Borgarness
  • Umhverfisviðurkenning Borgarness

Vegagerðin í Borgarnesi fær umhverfisviðurkenningu

21.10.2011

Umverfisviðurkenning Borgarbyggðar 2011 fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði féll í skaut Vegagerðarinnar í Borgarnesi að þessu sinni. Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn í Skallágrímsgarði 15. október þótt athöfnin hafi borið þess mark að þá stóð yfir hin árlega Sauðamessa í Borgarnesi.

Það var formaður umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar sem afhenti verðlaunin en þau eru veitt árlega. Nefndin fer yfir innkomnar tilnefningar sem voru 13 í ár og ákveður hver stendur upp úr.

Sjá myndir frá lóðinni með þessari frétt og frá verðlaunaafhendingunni.

Sjá umfjöllun á vef Borgarbyggðar.