Fréttir
  • Meðalumferð um Héðinsfjörð

Mjög aukin umferð um Múlagöng

tilkoma Héðinsfjarðarganga auka umferð um göngin

14.10.2011

Heildarumferðin um Múlagöng hefur aukist um 24 prósent í ár frá því fyrir ári síðan miðað við teljara skammt sunnan ganganna. Meðalumferðin það sem af er ári er um 564 bílar á sólarhring. Meðalumferð ársins (ÁDU) stefnir í 520 - 560 bíla á sólarhring en umferðin (ÁDU) var 453 bílar á sólarhring árið 2010. 

Meðalumferðin það sem af er ári um Héðinsfjarðargöng nemur 599 bílum á sólarhring. Arðsemismat Héðinsfjarðarganga miðaði við ÁDU 350 en háspá var áætluð um 500 bílar á sólarhring. Reikna má með að ÁDU í ár verði um 550 bílar á sólarhring. 

Um Múlagöng er meðaltals umferð um helgar tæplega 10% hærri en meðaltalið yfir árið. Þetta hlutfall var heldur lægra árið 2010 eða rétt um 1,4%. Virka daga er meðalumferðin aftur á móti 3,9% undir meðalumferðinni en var áður einungis 0,6% undir árið 2010. Þannig sveiflur milli helga og virkra daga eru mun meiri árið 2011 m.v. 2010.

Það sem af er ári hefur umferð um Múlagöng um helgar enda hækkað um 34% en heldur minna um virka daga eða um 19%. Þannig að álykta má að vægi helgarumferðar (ferðamanna og einkaerinda) sé að aukast skv. þessu.

Vægi helgarumferðar er ekki eins mikið um Héðinsfjarðargöng, þó er helgarumferðin 5,1% yfir meðaltalinu en virkir dagar aftur á móti 2,1% undir.

Til samanburðar er þessu t.d. þveröfugt farið í Bolungarvíkurgöngum þar sem meðalumerð um helgar er 12,1% undir meðaltalinu en 5,0% yfir á virkum dögum.

Rúmlega 6% meiri umferð er um Héðinsfjarðargöng en um Múlagöng.

Séu Múlagöng árið 2009 notuð til að áætla ÁDU um Héðinsfjarðargöng (þar sem 2010 var afbrigðilegt v/ opnunar Héðinfjarðarganga) fást um 550(bílar/sólarhring), sem skv. upplýsingum Umferðardeildar, er 10% meira en háspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir, þ.e.a.s. að mest gæti farið um Héðinsfjarðargöng við opnun þeirra. Til samanburðar var arðsemismat ganganna miðað við 350 bíla/sólarhring, sem merkir það, ef spáin gengur eftir, að nú stefni í 57% meiri umferð en arðsemismatið gerði ráð fyrir, fyrsta heila árið eftir opnun.

 

 Meðalumferð um Héðinsfjörð

 

Eins og sést á eftirfarandi. stöplariti er meðalumferð, það sem af er ári, mest á föstudögum eða 114% af ÁDU(nálgað) og litlu minni á laugardögum eða 112% af ÁDU(nálgað) . Lægsta meðalumferð er á þriðjudögum eða 94% af ÁDU(nálgað).

 

Meðalumferð um Héðinsfjörð 

 

Meðfylgjandi línurit (sjá mynd með fréttinni) sýnir daglega þróun og/eða sveiflur. Mest mældist umferðin 2099 bílar á laugardeginum 6. ágúst. (Fiskidagurinn mikli á Dalvík og Pæjumót í Fjallabyggð).

Umferð um Múlagöng hegðar sér með nákvæmlega sama hætti (þ.e. kúrfurnar falla að lang mestu leiti alveg saman) og fór umferðin mest upp í 2386 bíla sama dag, eða laugardaginn 6. ágúst, sem er nýtt umferðarmet um Múlagöng.