Fréttir
  • Fækkun einbreiðra brúa

Umhverfismatsskýrsla í tenglsum við samgönguáætlun

athugasemdafrestur til 4. nóvember

26.9.2011

Samgönguráð hefur lokið við drög að tillögu að samgönguáætlun 2011 til 2022 ásamt greinargerð og jafnframt látið vinna mat á umhverfisáhrifum tillögunnar. Umhverfismatsskýrslan er auglýst til kynningar og umsagnar og er unnt að senda ráðuneytinu skriflegar athugasemdir til 4. nóvember næstkomandi

Umhverfismat samgönguáætlunar liggur frammi til kynningar meðal annars hjá Vegagerðinni, Borgartúni 5-7.

Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun 2011 - 2022 ásamt fylgiskjölum er að finna hér á vef Innanríkisráðuneytisins.

Athugasemdir skulu berast innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið postur@irr.is.