Fréttir
  • Hvítá og Bræðratunguvegur formleg opnun
  • Hvítá og Bræðratunguvegur formleg opnun
  • Hvítá og Bræðratunguvegur formleg opnun
  • Hvítá og Bræðratunguvegur formleg opnun
  • Hvítá og Bræðratunguvegur formleg opnun
  • Hvítá og Bræðratunguvegur formleg opnun
  • Hvítá og Bræðratunguvegur formleg opnun
  • Hvítá og Bræðratunguvegur formleg opnun
  • Hvítá og Bræðratunguvegur formleg opnun

Ný brú yfir Hvítá og Bræðratunguvegur

formlega tekin í notkun í dag

9.9.2011

Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra klippti á borða á hinni nýju brú yfir Hvítá í dag 9. september og tók þar með formlega í notkun brúna og nýjan Bræðratunguveg. Vegurinn og brúin stytta leiðina á milli Reykholts og Flúða í uppsveitum Árnessýslu um 20 km og mun skapa nýja möguleika í ferðaþjónustu á svæðinu.

Við þetta tækifæri minnti ráðherra á að í raun væri Vegagerðin menningarstofnun sem ekki einungis byggði brýr sem hluta af vegi heldur líka brýr á milli fólks, milli samfélaga og jafnvel milli mismunandi menningarheima.

Fram kom bæði í máli vegamálastjóra og Svans G. Bjarnasonar svæðisstjóra Suðursvæðis að brúin ætti sér langa sögu, bæði sögulega og einnig langa byggingarsögu frá því að hugmyndin um hana kom upp í kringum 1985. Sjá um framkvæmdina.

Fjölmenni var við hina formlegu opnun í dag en heimamenn beggja vegna brúarinnar fögnuðu framkvæmdinni í dag á margvíslegan máta.

 

Vegagerðina er að finna á

     facebook