Fréttir

Minni samdráttur í umferðinni í júlí

Stefnir í mesta samdrátt á árinu 2011 síðan 1975

4.8.2011

Milli júlí mánaða 2010 og 2011 varð minni samdráttur í umferð, um 16 mælipunkta á Hringvegi en búist var við, en hann varð þó 2,7%.

Mest dregst umferð saman um Suðurland milli mánaða eða 7%, en um Norðurland varð aukning upp á tæp 2%.

Frá áramótum hefur umferðin, í þessum mælipunktum, dregist samtals saman um 6,1%

Um einstök landssvæði dregst umferðin mest saman um Suðurland eða 11,3% og minnst um Norðurland eða 4,5%.

Sé litið á meðf. töflu (tafla nr. 3), sést að þessi samdráttur það sem af er árinu 2011 er sögulegur þar sem umferðin hefur aldrei dregist jafn mikið saman frá árinu 2005.

Næst mesti samdráttur á þessu ára tímabili, fyrir þessa mælipunkta, er á milli áranna 2009 og 2010 eða 2,7%, sbr. töflu 3.

Mesta umferð, sem mælst hefur sjö fyrstu mánuði áranna 2005 - 2011, fór um þessa 16. mælipunkta árið 2009.

Samdráttur frá árinu 2009, þ.e. á tveggja ára tímabili, er því um 8,7%

 

tafla

Horfur út árið 2011:

 

Nú þegar árið er rétt rúmlega hálfnað stefnir í 5,6% samdrátt í umferðinni (fjöldi bíla) m.v. árið 2010.

Minna hefur dregið úr umferð og akstri innan höfuðborgarsvæðisins. Sé tekið aukalega tillit til þess og vegalengdar (eknir km) fæst svipaður samdráttur eða 5,4%.

Verði 4 - 6% samdráttur í akstri á þjóðvegakerfinu fyrir árið 2011, yrði það met samdráttur milli ára, frá árinu 1975.

Auka fróðleiksmolar:

 

Til að setja umferðartölur í samhengi við t.d. eldsneytisnotkun áætlar Vegagerðin, m.a. út frá upplýsingum frá orkuspánefnd, að ef akstur dregst saman um 5,5% gerir það u.þ.b. 18 milljón lítra minni notkun af bensíni og gasolíu yfir árið.

 

Talnaefni