Fréttir
  • Ökufær? - forsíða

Ökufær? - Leiðbeiningar til ökumanna um áhrif heilsu á akstur og umferðaröryggi

30.6.2011

Áhrif heilsu og veikinda á akstur og umferðaröryggi  hefur lengi verið áhyggjuefni í umræðu um umferðaröryggi.  Þar spila inn í sjúkdómar, aldur, lyfjanotkun og aðrir þættir.

Margir þessara þátta hafa verið rannsakaðir og birtir í vísindaritum og á öðrum vettvangi og má geta þess að Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur dregið athygli að alvarlegum umferðarslysum þar sem veikindi voru orsök. Niðurstöðurnar ná sjaldan sjónum almennra ökumanna.

Kynningarritinu Ökufær? - Leiðbeiningar til ökumanna um áhrif heilsu á akstur og umferðaröryggi  er ætlað að auka þekkingu fólks á áhættuþáttum umferðaslysa sem tengjast skertri heilsu og veita hagnýtar ráðleggingar sem hjálpa til að auka umferðaröryggi. Farið er yfir ýmsar aðstæður og settar fram tillögur til ökumanns til að auka öryggi hans og annarra í umferðinni. 

Einnig er markmið að leiðbeiningarnar bendi á heilsufarsleg atriði sem ættu að verða til þess að viðkomandi ökumaður leitaði álits læknis eða annars sérfræðings til að meta ökugetu.

Ritið er unnið í samstarfi fleiri aðila og gerð þess var styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.