Fréttir
  • Breikkun Suðurlandsvegar fundur
  • Breikkun Suðurlandsvegar fundur
  • Breikkun Suðurlandsvegar fundur

Veggjöld með skilyrðum

Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi funduðu með ráðherra og þingmönnum

21.3.2011

Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) héldu í síðustu viku fund með innanríkisráðherra, vegamálastjóra og þingmönnum kjördæmisins um breikkun Suðurlandsvegar. Á fundinum lögðu fulltrúar SASS fram tvær tillögur varðandi málið og er í annarri þeirra fallist á veggjöld með skilyrðum.

 

Fundurinn er haldinn í kjölfar fundar um sama mál í innanríkisráðuneytinu í byrjun árs.

Sjá líka frétt innanríkisráðuneytisins um fundinn en hann var haldinn á Selfossi.

Fyrri tillaga sveitarstjórnarmanna felur í sér að dregið verði úr kostnaði við framkvæmdina og framkvæmdatími lengdur í stað þess að leggja á veggjald. Seinni kosturinn væri að framkvæmdirnar yrðu fjármagnaðar með veggjaldi en með þeim skilyrðum að einn samræmdur vegtollur yrði lagður á alla tvöfalda vegi út frá Reykjavík og einnig á stofnbrautir innan höfuðborgarsvæðisins með 4 akreinum eða fleiri. Gjald yrði einnig á öllum tvöföldum veggöngum og að veggjöldin falli inn í kerfi notendagjalda þegar það yrði tekið upp.