Fréttir
  • Bolungarvíkurgöng opnuð

Bolungarvíkurgöng opnuð

göngin verða opnuð 25. september

24.9.2010

 

Laugardaginn 25. september mun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Ögmundur Jónasson ásamt vegamálastjóra Hreini Haraldssyni opna Bolungarvíkurgöng fyrir almennri umferð.

Athöfnin fer fram á við gangamunnann Bolungarvíkurmegin kl. 13:30. Að henni lokinni verður ekið í gegnum göngin en Hnífsdalsmegin mætast bæjarstjórar Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur. Þeir ásamt ráðherra og vegamálastjóra opna síðan fyrir umferð í báðar áttir.

Að því loknu hefst hátíðardagskrá í íþróttahúsinu í Bolungarvík kl. 14:30.

Sjá fréttatilkynningu og staðreyndir um verkið.


Vefmyndavélar verða gangsettar að morgni 25. september. Hægt er að fara inn á vefmyndavélarnar með því að fara í flipann Umferð og færð og síðan í Vefmyndavélar vinstra megin á síðunni og opna síðan Vestfirði.  Eða smella hér á vefmyndavélar á Vestfjörðum