Fréttir
  • Vilja helst bæta

Aftur vilja fleiri meira slitlag

en þeim fækkar sem vilja breikka vegina

14.9.2010

Jákvæðni í garð Vegagerðarinnar minnkar lítillega samkvæmt nýrri könnun Capacents Gallups um þjóðvegi landsins sem unnin er reglulega fyrir Vegagerðina. Almennt telja fleiri núna en fyrir 3 - 5 árum að þjóðvegir landsins séu góðir.

Flestir vilja helst breikka vegi þegar þeir eru spurðir um hvað megi helst bæta á þjóðvegunum. Þeim hefur farið fækkandi síðastliðin tvö ár en aftur er farið að fjölga þeim sem vilja auka við bundna slitlagið.

Sjá alla könnunina og eldri kannanir.

 

Þeim fer fækkandi sem finnast kantstikur og yfirborðsmerkingar vera ófullnægjandi, en það fjölgar nokkuð í hópi þeirra sem segja hvorki né. Sama þróun er varðandi vinnustaðamerkingar, jafnmargir og áður telja þær merkingar fullnægjandi en þeim fjölgar sem segja hvorki né.

Langflestir þeirra sem leita upplýsinga hjá Vegagerðinni nota heimasíðuna til þess, því næst koma þeir sem nota textavarp Sjónvarpsins og í þriðja sæti þeir sem hringja en þeim fækkar nokkuð með textavarpsnotendum fjölgar.

Þegar kemur að því hvað fólk vill helst bæta á þjóðvegum landsins, nefna flestir að breikka vegina eða tæp helminguir. nærri 30 prósent vilja nú auka við bundið slitlag og 12,5 prósent vilja slétta vegina, en einungis um 2 prósent vilja fjölga viðvörunarmerkjum og fækka eða útrýma einbreiðum brúm.

 

 

 

Ánægja með Vegagerðina

 

 

 

Ánægja með vegagerðina