Fréttir
  • Breikkun Suðurlandsvegar

Lífeyrissjóðir skoða fjármögnun samgönguframkvæmda

fulltrúum þeirra kynntar hugmyndirnar

8.9.2010

Lífeyrissjóðunum voru á þriðjudag kynnt nokkur stórverkefni í vegagerð sem rætt hefur verið um að lífeyrissjóðirnir fjármagni. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri kynnti þessar framkvæmdir en um er að ræða breikkun Suðurlandsvegar, breikkun Vesturlandsvegar og að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar auk Vaðlaheiðarganga.

Ögmundur Jónasson samgönguráðherra sagði á kynningarfundinum að hann hefði haft efasemdir um einkaframkvæmd en að en að hann telji eðlilegt að nota fjármagn lífeyrissjóða til uppbyggingu í velferðarkerfi og samgöngum -- yfirvöld væru hér á réttri leið. Sjá vef ráðuneytis.

Saga Capital kynnti einnig hugmyndir sem snúa að fjármögnuninni en fyrirtækið hefur sinnt ráðgjöf í þessum efnum.

Verkefnin er ekki hægt að fjármagna á hefðbundinn hátt og með hugsanlegri aðkomu lífeyrissjóðanna yrði það ekki gert nema með því að innheimta veggjöld af vegfarendum. Framkvæmdin sjálf yrði hinsvegar með hefðbundnari hætti. Í máli Hreins kom fram að um er að ræða framkvæmdir upp á nærri 38 milljarða króna á árunum 2010 til og með 2015, og stærsti hluti á árunum 2012-2014.

Sjá glærur vegamálastjóra.

Kristján L. Möller fráfarandi ráðherra mun leiða viðræðurnar áfram.

Að kynningunni lokið ræddu lífeyrissjóðirnir málið í sinn hóp.

 

Frá fundinum

 

Frá fundinum

 

Frá fundinum