Fréttir
  • Herjólfur

Siglt til Þorlákshafnar í fyrramálið

Herjólfur siglir eina ferð á morgun 8. september

7.9.2010

Ákveðið hefur verið að vegna veðurútlits á morgun sigli Herjólfur frá Vestmannaeyjum kl 06:00 í fyrramálið 8. september. Og til baka frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja kl. 10:00. Þá tekur við bráðabrigðaáætlun ferjunnar sem sjá má hér á vefnum um siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.

Áætlunin þá sem hingað til tekur síðan mið af veðrinu og öðrum aðstæðum og ekki er loku fyrir það skotið að aftur verði siglt til Þorlákshafnar.