Fréttir
  • Frá fundinum

Norðmenn endurskoða hönnun jarðganga

fundur jarðganganefndar NVF haldinn á Íslandi

3.9.2010

Jarðganganefnd Norræna vegasambandsins hélt fund sinn hér á landi í vikunni. Í tengslum við fundinn var haldin kynning hjá Vegagerðinni á yfirstandandi vinnu Norðmanna við endurskoðun á hönnun jarðganga.

 

Meginbreytingin sem verið er að skoða er sú að miða við 100 ára líftíma ganga í stað 50 ára. Það hefur meðal annars í för með sér meiri bergstyrkingar, öflugari vatnsvarnir og í sumum tilfellum breiðari göng. Byggingarkostnaður eykst töluvert en viðhalds- og endurbyggingarkostnaður á að lækka á móti. 

 

Tillögurnar eru til umræðu innan norsku Vegagerðarinnar en reikna má með nýjum reglum innan tíðar. Hugsanlegt er að það gæti haft áhrif hér á landi þar sem hönnun jarðganga hér  hefur tekið mið af norskum stöðum að miklu leyti.