Fréttir
  • Umferðin um helgina

Umferðin heldur meiri um helgina

en nær samt ekki að verða meiri en 2008 og 2009

20.7.2010

Umferðin um nýliðna helgi reyndist nærri 5 prósentum meiri en helgarnar á undan. Umferðin var einnig lítillega minni en um sömu helgi árin 2008 oog 2009.

Rétt er þó að hafa í huga að sumarumferðin 2009 var met. Ekki er útlit fyrir að það verði slegið í sumar. Og hugsanlegt er miðað við þróunina liðin ár að helgin sem leið verði umferðarmesta helgi sumarsins, en það hefur dregið úr helgarumferð þær helgar sem eftir lifa sumars síðustu ár.

Eftir nokkuð jafnar umferðarhelgar, frá lok júní til þar síðustu helgar, tekur helgarumferðin um 4,6% stökk upp á við.

Af minni stöplariti (sjá myndi hér uppi til hægri) sést að þessi helgi nær þó ekki að slá út sömu helgar árin 2008 og 2009. Umferðin um síðustu helgi var 1% minni en sömu helgi árið 2009 og um 0,5% undir sömu helgi árið 2008. Þess skal getið að sumarumferðin 2008 var talsvert undir 2007 og 2009. Það virðist því stefna í að sumarumferðin í ár muni ekki ná sömu hæðum og árin tvö á undan.

Sé rýnt í gögn frá teljurum og þau borin saman við sömu helgi árið 2009, sést að helgarumferðin er minni á öllum mælipunktum ef frá er talinn mælipunktur á Sandskeiði en þar verður um 4,5% aukning. Í fljótu bragði er ekki gott að sjá hvað veldur þessari aukningu á Sandskeiði, sem ekki sýnir sig á hinum tveimur, talningastöðunum austan við höfuðborgarsvæðið, nema ef vera skildi að fleiri hafi farið í mun styttri helgarrúnt, nú í ár en í fyrra.

Mest dregst helgarumferðin saman á Hafnarmelum eða um 3,8% og sé horft fram hjá Sandskeiði, þá verður minnstur samdráttur um Hellisheiði eða um 0,3%.

Heilt yfir, þegar teljarar eru lagðir saman, virðist um aukningu að ræða út frá höfuðborginni í austur, eða 1,2% sem borin er uppi af teljara á Sandskeiði, en um 3,6% samdrátt er að ræða í norður.

Séu árin 2008 og 2009 notuð til viðmiðunar, sést á stærra stöplariti að líklega fer umferðin minkandi um helgar, hér eftir. Þannig stærsta umferðarhelgin þetta sumarið gæti hæglega verið liðin, þ.e. þótt enn sé von á umferðarmiklum helgum er ekki víst að þær nái nýliðinni helgi.

Sjá talnaefni.

Athugið að tölurnar fyrir 2010 eru órýndar

Frekari upplýsingar gefur Friðleifur I Brynjarsson í síma 522-1809 eða í fib@vegagerdin.is