Fréttir
  • Markarfljót 15. apríl

Suðurlandsvegur ekki opnaður á hádegi

vegna flóðanna í gærkvöldi og nótt

16.4.2010

Ljóst er að Hringvegurinn við Markarfljót verður ekki opnaður á hádegi eins og stefnt var að. Vegna flóðanna í gærkvöldi og í nótt hafa skapast nýjar aðstæður. Vegagerðin er að kanna skemmdirnar og aðstæður á þessu svæði og skoða leiðir til að opna veginn. Einnig stöðu varnargarða en tryggja þarf að flóðavatn fari sem mest undir Markarfljótsbrúna í stað þess að berja á veginum austan brúarinnar.

Nánar verður að frétta af því á næstu klukkustundum. Lögð er áhersla á að halda opinni neyðarleið yfir gömlu Markafljótsbrúna.

Neyðarleiðin er nú opin (kl 9:30) en lokað er fyrir alla almenna umferð.

Varnargarðar við Markarfljót: (Pdf-mynd, hægt að stækka myndina með því móti)

Varnargarðar