Fréttir
  • DSC_0539Minni

Opnað á morgun - myndir

Skoðað í birtingu í fyrramálið, 16. apríl, hver staðan er

15.4.2010

Ljóst er að Hringvegurinn við Markarfljót verður ekki opnaður í dag, verkið er töluvert umfangsmeira en fyrst var reiknað með. Unnið er að því hörðum höndum að gera veginn færan öllum bílum, einkabílum sem flutningabílum. Unnið verður fram á nótt eftir því sem aðstæður leyfa.

Staðan á verkinu verður tekin út í fyrramálið en vonast er til að unnt verði að opna veginn um hádegi. Þá er alveg óljóst hver staðan verður á öskufalli á þessu svæði og því ekki víst að það dugi til að opna veginn að hann verði orðinn akfær.

Neyðarakstur er mögulegur yfir gömlu brúna yfir Markarfljótið á léttum bílum með heimild lögreglu sem vaktar svæðið og lokar brúnni.

Myndir frá svæðinu teknar 15. apríl:

Unnið að lagfæringu á veginum að vestanverðu, rétt fyrir austan nýju Markarfljótsbrúna.

Markarfljót 15. apríl

Markarfljót 15. apríl

Markarfljót 15. apríl

Markarfljót 15. apríl

Markarfljót 15. apríl

Markarfljót 15. apríl

Markarfljót 15. apríl

 

Fyrir austan flóðasvæðið, skemmdir við vegamót Hringvegar og Þórsmerkurvegar: 

Markarfljót 15. apríl

Markarfljót 15. apríl

 

Skemmdir, sem búið er að lagfæra til bráðbrigða, eftir flóðið í Svaðbælisá.

Markarfljót 15. apríl

 

Við gömlu brúna á Þórsmerkurvegi, flóðið fór fyrir austan brúna og tók veginn í sundur:

Markarfljót 15. apríl

Markarfljót 15. apríl

 

Skemmdir á Þórsmerkurveginum:

Markarfljót 15. apríl

Markarfljót 15. apríl