Fréttir
  • Umferðin í janúar og febrúar

Verulega minni umferð í janúar og febrúar

það hefur ekki verið minni umferð síðan á árinu 2006

2.3.2010

Umferðin eins og hún er mæld á 16 völdum talningarstöðum á Hringvegi hefur dregist mikið saman miðað við fyrstu tvo mánuði ársins. Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna minni akstur í janúar og febrúar mánuðum.

Umferðin í janúar og febrúar í ár er 4,3 prósentum minni en í sömu mánuðum 2009.

Meðfylgjandi eru nýjustu tölur um akstur á 16. völdum talningastöðum á Hringvegi.

Á Suðurlandi dregst aksturinn mest saman eða um 9,0% sem er tæplega það hlutfall sem hann hafði áður aukist um á milli 2008 og 2009. Höfuðborgarsvæðið sýnir einnig talsverðan samdrátt en Norður- og Austurland er einu landsvæðin þar sem akstur eykst milli áranna 2009 og 2010 í tveimur fyrstu mánuðum ársins.

Samanburðartafla

Tölurnar eru órýndar og því birtar með fyrirvara um hugsanlegar leiðréttingar.

Nánari upplýsingar veitir Friðleifur Ingi Brynjarsson í síma 522-1817 eða í fib@vegagerdin.is