Fréttir
  • Tjornes

Vegagerðin sýknuð vegna vegagerðar á Tjörnesi

Ístak dæmt til að greiða málskostnað

22.1.2010

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Vegagerðina af um 234 milljóna króna kröfu Ístak um bætur vegna að þeirra áliti brostins verksamnings um vegagerð á Tjörnesi, nánar tiltekið gerð Norðausturvegar 85-09, Bangastaðir–Víkingavatn.

Ístak taldi að útboðslýsing Vegagerðarinnar hafi verið óskýr, villandi og í hana hafi vantað upplýsingar, ágreiningur var ástand bergs í skeringu en mikil skeringavinna var í verkinu. Héraðsdómur hafnaði kröfunni, sýknaði Vegagerðina og dæmdi Ístak til að greiða málskostnað upp á 3 milljónir króna. 

Sjá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.