Fréttir
  • Skilti Vegagerðarinnar

Kærunefnd útboðsmála vísar máli Heflunar ehf. frá

Heflun kærði samið hefði verið við Vélaleigu A.Þ. um að ljúka Lyngdalsheiðarvegi

22.12.2009

Klæðning ehf. óskaði í sumar eftir heimild Vegagerðarinnar til skuldskeytingar þannig að verktakafyrirtækið Vélaleiga A.Þ. ehf. tæki yfir lagningu Lyngdalsheiðarvegar með liðstyrk undirverktaka og var gerður viðauki þar að lútandi við verksamning 21. júlí.

Þetta kærði Heflun ehf. og vildi stöðva samningsgerðina en því hafnaði kærunefndin í september og nú í desember var málinu vísað frá "enda hafði samningnum ekki verið rift. Því hafi útboðsskylda ekki stofnast."

Úrskurður kærunefndar útboðsmála.