Fréttir
  • Grímseyjarferja

Færri ferðir styrktar árið 2010

minni framlög til styrkja til almenningssamgangna

4.12.2009

Vegna niðurskurðar á fjárveitingum og nokkurs hallareksturs er nauðsynlegt að draga saman og spara í styrkjum til almenningssamgangna sem nemur um 10 prósentum á næsta ári.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2010 nema fjárframlög til styrkja til almenningssamgangna 1.350 milljónum króna. Með hugmyndum sem skoða má í fréttatilkynningu um málið er ætlunin að spara 130 – 140 milljónir króna.