Fréttir
  • Norðurslóðaáætlunin

Norðurslóðaáætlunin 2007-2013

10. - 11. nóvember í Ráðhúsinu í Reykjavík

10.11.2009

Í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu Norðurslóðaáætlunar 2007-2013 LAVA09 verða þau fjölbreyttu verkefni sem Ísland tekur þátt í kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur. Opið 10. nóv. kl. 12:00 – 18:00 og 11. nóvember kl. 10:00 – 18:00 og er sýningin öllum opin.

Verkefnin eru m.a. á sviðum viðbragða við loftslagsbreytingum, menningartengdrar ferðaþjónustu, heilsugæslu, fiskeldis, verslunar, veiða, handverks, viðbragða við stórslysum, almenningssamgangna, nýtingu trjáviðar, endurnýjanlegra orkugjafa, öldrunarþjónustu, vegagerðar og skapandi greina.

Á hluta sýningarinnar verður „lifandi vinnustofa“ skapandi frumkvöðla sem leggja aukið gildi til valinna NPP verkefna.

Vegagerðin kynnir ROADEX tæknilausnina.

Þessu þriggja ára verkefni er ætlað að þróa aðferðir við uppbyggingu og viðhald fáfarinna vega á norðurslóðum með því að sýna fram á hvað sé mögulegt þegar notast er við nýju ROADEX tæknilausnirnar. Sýniverkefni er kynna nýju ROADEX aðferðirnar verða framkvæmd innan aðildarsvæðanna og fá þau stuðning frá nýrri ROADEX ráðgjafar- og þekkingarmiðstöð sem þjónar öllum norðurslóða svæðunum. Með þessum sýniverkefnum fá veghaldarar reynslu af þeim kostum og sparnaði sem hægt er að ná fram með nýrri tækni. Sérstök rannsóknarverkefni munu halda áfram á sviðum loftslagsbreytinga, breikkun vega og heilsufarsvandamálum atvinnubílstjóra er geta komið upp vegna titrings ökutækis á ósléttum vegi.

Norðurslóðaáætlun 2007-2013 er ein af svæðaáætlunum Evrópusambandsins og meginmarkmið hennar er að efla atvinnu-, efnahags-, umhverfis- og félagslega framþróun svæða og landa á norðurslóðum með samstarfsverkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Þema ráðstefnunnar er atvinnusköpun með áherslu á sóknarfæri sem felast í tengingu hefðbundinna atvinnugreina við skapandi greinar. Lögð er áhersla á virkt samstarf og tækifæri sem liggja í samstarfi hefðbundins og skapandi iðnaðar. Hvernig getur aðkoma skapandi greina aukið framþróun og virði fyrirtækja og stofnanna.


Norðurslóðaáætlun 2007-2013
Sjá ennfremur vef Norðurslóðaáætlunar 2007-2013: