Fréttir
  • Frá Teigsskógi

Tveir dómar í Hæstarétti

Teigsskógur og Hornafjarðarfljót.

22.10.2009

Tveir dómar féllu í Hæstarétti í dag sem snerta Vegagerðina. Í báðum tilvikum staðfesti rétturinn niðurstöðu Héraðsdóms.

Annað málið sneri að Vestfjarðavegi (60) í gegnum Teigsskóg meðal annars. Dómurinn staðfestir þar með að felldur er úr gildi úrskurður umhverfisráðherra sem féllst á leið Vegagerðarinnar um veginn Bjarkalundur - Eyri í Reykhólasveit.

Dómur Hæstaréttar

Hitt málið sneri að nýjum vegi yfir Hornarfjarðarfljót á Hringvegi. Hæstiréttur staðfesti dóm í hérað þess efni að framkvæmdaaðili, Vegagerðin, þurfi ekki að meta framkvæmdakosti þá sem aðrir höfðu lagt til að kannaðir yrðu einnig.

Dómur Hæstaréttar