Fréttir
  • Vegamálastjóri ávarpar ráðstefnuna

Ráðstefna Vegasambands Eystrasaltsríkjanna

var haldin í 27. sinn í sumar

10.9.2009

Norræna vegasambandið (NVF) og samband Eystrasaltsríkjanna (BRA) hafa haft með sér samstarf síðan árið 1992. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri ávarpaði 27. alþjóðlegu ráðstefnu Vegasambands Eystrasaltsríkjanna fyrir hönd NVF í ágúst en Íslands stýrir NVF nú í fyrsta sinn í 75 ára sögu sambandsins.

Hreinn benti á að mikilvægasti þáttur samstarfsins væri miðlun þekkingar og kunnáttu á milli landanna og að vonandi og örugglega myndu menn líka læra af reynslunni af kreppunni sem nú ríður yfir löndin þótt í mismiklum mæli sé.

Ávarp Hreins á ráðstefnunni.

Ráðstefnan var haldin 24. – 26. ágúst í Riga í Lettlandi. Fjöldi erinda var fluttur á ráðstefnuni auk þess sýnendur sýndu henni mikinn áhuga með mikilli þátttöku. Ráðstefna er samskonar og Via Nordica ráðstefna Norræna vegasambandsins sem haldin verður í Tónlistarhúsinu í Reykjavík í júní árið 2012. Samhliða því að stýra starfi NVF undirbýr Vegagerðin nú ráðstefnuna en búist er við vel á annað þúsund þátttakenda.

Frekari upplýsingar um Norræna vegasambandið.