Fréttir
  • Ólafsfjarðarvegur - lítil umferð

Töluvert fleiri óku til Dalvíkur um Fiskidagshelgina í ár en í fyrra

4 þúsund fleiri bílar um þessa Fiskidagshelgi

10.8.2009

Í fyrsta sinn, frá því að Vegagerðin hóf að flytja reglulega fréttir af helgarumferð á Hringvegi við Höfuðborgarsvæðið, mælist minni umferð á öllum 5 talningastöðunum m.v. sama tíma árið 2008. Minni umferð var alla dagana þ.e. föstudag, laugardag og sunnudag. Er umferð þessa helgina sú minnsta sem mælst hefur yfir helgi, á tímabilinu.

Meðalumferðin yfir tímabilið lækkar því, en enn er verslunarmannahelgin (án mánudagsins) í ár undir því meðaltali. Meira dró úr umferð austan Höfuðborgarsvæðis en norðan. Mest dró úr umferð um Sandskeið eða tæp 11%, en minnst um Hvalfjarðargöng eða tæp 5%.

Sjá samanburð á helgum sumarins og tölurnar um nýliðna helgi.

Breytingarnar voru eftirfarandi:

Undir Ingólfsfjalli        -8,5%

Um Hellisheiði             -8,7%

Um Sandskeið           -10,7%

Árvellir á Kjalarnesi       -7,3%

Um Hvalfjarðargöng     -4,9%

 

Fiskidagurinn mikli

Að þessu sinni var ákveðið að láta umferðartölur, fyrir Hámundastaðaháls, fylgja með vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík.

Hámundarstaðaháls er staðsettur rétt austan Dalvíkur, í átt að Akureyri. Af þessum talningastað má lesa að umferð sömu helgi 2009 er talsvert meiri, alla dagana, en á sama tíma 2008 eða samtals tæpum 25%.

Það fóru rúmlega 19 þúsund bílar um hálsinn yfir tímabilið borið saman við rúmlega 15 þúsund bíla árið 2008.