Fréttir
  • Suðurlandsvegur við Kögunarhól

Aukin umferð í nágrenni höfuðborgarinnar

töluvert mikil aukning á umferð helgina 10. - 12. júlí

15.7.2009

Töluverð aukning mælist á umferð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins helgina 10. - 12. júlí miðað við sömu helgi í fyrra.

Aukningin nemur allt að 28 prósentum mest á sunnudeginum en minnst aukninga á föstudegi.

Á þessari töflu sést að umferð á Hringvegi, norðan og austan við Höfuðborgarsvæðið, var talsvert meiri helgina 10 - 12 júlí 2009, borin saman við sömu helgi 2008, og þá sérstaklega á sunnudeginum.

Austan Reykjavíkur (undir Ingólfsfjalli, um Hellisheiði og um Sandskeið) var aukningin 14,8%, 20,6% og 11,6% en vestan Reykjavíkur (við Árvelli á Kjalarnesi og um Hvalfjarðargöng) var aukningin 18,1% og 14,3%.