Fréttir
  • Umferðin janúar - maí í 5 ár

Umferðin stendur í stað milli ára

Svipuð umferð fyrstu fimm mánuðina og sl. 3 ár

2.6.2009

Miðað við umferðartölur frá 16 völdum talningarstöðum á Hringvegi þá er umferðin fyrstu fimm mánuði ársins mjög svipuð og bæði í fyrra og árið 2007. Umferðin stendur þannig í stað. Þó er merkjanleg minni umferð á Suðuvesturhorni landsins þar sem hún dregst saman um nærri 5 prósent í maí, svo mikil lækkun hefur ekki mælst á þessum mælum síðan árið 2005.

Sjá línurit og gröf um þessa þróun

Hafa ber í huga að Hvítasunnuhelgin var í ár um mánaðamótin maí - júní en hún var öll í maí í fyrra sem gæti skekkt samanburðinn lítillega.

Talningarstaðirnir í nágrenni höfuðborgarinnar eru upp á Geithálsi og á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.

Milli maí mánuði 2008 og 2009

Suðurland 2,9%

Höfuðb.svæðið -4,6% (Ekki mælst svona mikil lækkun á Höfuðborgarsvæðinu frá 2005 )

Vesturland 2,0%

Norðurland 2,8%

Austurland 9,5%

Samtals fyrir maí mánuði 0,3% hækkun milli ára.

Það sem af er árinu 2009 borið saman við sama tímabil árið 2008.

Suðurland 3,7%

Höfuðb.svæðið -2,2%

Vesturland 0,3%

Norðurland -0,1%

Austurland 3,4%

Samtals fyrir 5 fyrstu mánuði 2009 borið saman við sama tímabil árið 2008 gefur 0,6% hækkun milli ára.

Það má því segja að umferðin standi nokkurn vegin í stað milli ára. Það sem gæti haft áhrif á þessar tölur er að annar í hvítasunnu lendir á 1. júní í ár en var 12 maí 2008.

Frekari upplýsingar veitir Friðleifur I. Brynjarsson í fib@vegagerdin.iseða í síma 522-1817

GrafMai2009