Fréttir
  • Undirskrift samkomulags

Aukið umferðaröryggi og greiðari umferð

samkomulag Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar

8.4.2009

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir undirrituðu í dag, 8. apríl, samkomulag um ýmis verkefni til að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð í borginni. Áætlað er að framkvæma fyrir 460 milljónir króna í ár og er hlutur Vegagerðarinnar 320 milljónir króna.

Um mörg verk er að ræða svo sem að breyta umferðarljósastýringu úr 3 fösum í 4 á gatnamótum Kringlumýrarbrautar - Laugavegs - Suðurlandsbrautar og á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar. rampar á Bústaðavegi og Kringlumýrarbraut verða lengdir og undiröng byggð. Einnig verða nokkrar framkvæmdir til að bæta aðstöðu strætó og auka forgang.

Samkomulagið:

Reykjavíkurborg og Vegagerðin gera með sér eftirfarandi samkomulag um ýmis verkefni til að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð í borginni. Reiknað er með að öll verkin verði unnin á árinu 2009. Einkum er um að ræða úrbætur á fjölförnum gatnamótum ásamt sérstökum aðgerðum til að greiða fyrir almenningssamgöngum, umferð gangandi og hjólandi vegfaranda ásamt umferðaröryggismálum.

Heildarkostnaður við fyrirhugaðar framkvæmdir er áætlaður um 460 m.kr. (bvst: 490,1), sbr. fylgiskjal 1.

Þar af er hluti Vegagerðarinnar áætlaður 320 m.kr og hluti Reykjavíkurborgar 140 m.kr.

Fyrir liggur frumhönnun verkefnanna. Gerður verður sérstakur samningur um endanleg kostnaðarskipti og umsjón verka, hvert fyrir sig eða nokkur saman, þegar verkhönnun liggur fyrir.

Ákvarðanir varðandi verkhönnun, framkvæmdir og eftirlit verða teknar í samráði beggja aðila en Reykjavíkurborg mun leiða þá vinnu.

Verkefnin eru:                       

                           

Bústaðavegur – Kringlumýrarbraut                                  

Tvöföldun rampa til suðurs í átt að Kringlumýrarbraut ásamt gerð undirganga fyrir gangandi og hjólandi.

 

Bústaðavegur – Flugvallarvegur                                        

Tvöföldun vinstri-beygju til suðurs inn á Flugvallarveg og breikkun Flugvallarvegar til að greiða fyrir umferð.

 

Hringbraut – Njarðargata

Breyting umferðarljósastýringa úr 3 fösum í 4 fasa þannig að allar vinstri-beygjur séu varðar.

 

Hringbraut – Sæmundargata                                             

Lagfæring gatnamóta, lenging vinstri-beygjuvasa. Vinstri-beygja af Sæmundargötu til vesturs verður bönnuð.

 

Kringlumýrarbraut – Laugavegur – Suðurlandsbraut     

Breyting umferðarljósastýringa úr 3 fösum í 4 fasa þannig að allar vinstri-beygjur séu varðar.

Einnig verður gerð sérstök akrein á Suðurlandsbraut fyrir Strætó gegnum gatnamótin til vesturs.

                                                                                                                 

Kringlumýrarbraut – Borgartún                                       

Breyting umferðarljósastýringa úr 3 fösum í 4 fasa þannig að allar vinstri-beygjur séu varðar.

Einnig verður gerð sérstök akrein fyrir Strætó á Kringlumýrarbraut til norðurs inná Borgartún.

 

Miklabraut – Kringlumýrarbraut                                      

Miklabraut breikkuð frá strætó-biðstöð vestan gatnamótanna til að Strætó fái forgang á umferðarljósum til austurs.

 

Kringlumýrarbraut – Listabraut                                       

Lenging strætó-biðstöðvar ásamt lagfæringum gönguleiðar yfir Kringlumýrarbraut á móts við Listabraut.

 

Höfðabakki - Vesturlandsvegur                                         

Aukin afköst gatnamótanna á Höfðabakkabrú. Tilfærslur akreina til að greiða fyrir umferð til norðurs.

 

Breiðholtsbraut – Jaðarsel                                                 

Breyting á stýringu umferðarljósa til að auka afköst gatnamótanna. Gerð framhjáhlaups til austurs framhjá umferðarljósum.

 

Bústaðavegur – Reykjanesbraut                                                    

Lagfæring gatnamóta og lokun á vinstri-beygju af Bústaðavegi inná Reykjanesbraut til norðurs á álagstímum. Sett verða upp sérstök upplýsingaskilti til að miðla upplýsingum um lokun.