Fréttir
  • Frá útboðsopnuninni í Reykjavík

Lægsta tilboð 62% af áætluðum verktakakostnaði

Alls buðu 32 verktakar í Rangárvallaveg

10.2.2009

Þjótandi ehf á Hellu átti lægsta tilboðið en það hljóðaði upp á 48.479.045 krónur. Næst lægstir voru Ýtan ehf og Maríufell Reykjavík sem saman buðu 230.000 krónum meira en Þjótandi eða 48.708.925 krónur.

Áberandi margir verktakar buðu í verkið eða 32 alls en ekki hefur verið haldið útboð á vegum Vegagerðarinnar síðan í haust þegar öllum útboðum var frestað vegna efnahagsástandsins.

Áætlaður verktakakostnaður var 78.300.000 og því er tilboð Þjótanda ehf tæp 62 prósent af áætluðum verktakakostnaði.