Fréttir
  • UmferdAgustStoplar

Þróun umferðar í ágúst -- nýjar tölur

Samanburður áranna 2006, 2007 og 2008

2.9.2008

Umferðin í ágúst 2008 er 3,48 prósentum minni en í ágúst 2007 þegar bornir eru saman 14 talningarstaðir um land allt. Í ágúst 2007 jókst hinsvegar umferðin um 7,81 prósent frá því í sama mánuði árið á undan eða árið 2006. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð þar sem dregur úr umferð á milli ára en nú langt skeið hefur umferð aukist stöðugt. Þó dró örlítið minna úr umferð í ágúst en í mánuðina á undan þegar umferðin dróst saman um allt að 5,56 prósent (júní) frá sama mánuði árið á undan.

Sjá stöplarit, graf eða töflu frá talningarstöðunum 14 þessi þrjú ár.

Vegagerðinni borist fjöldi fyrirspurna frá opinberum aðilum, fjölmiðlum og áhugasömum einstaklingum, um þróun umferðar á landinu. Fólk hefur viljað vita hvort áhrifa bensínverðs sé farið að gæta á akstursvenjur fólks.

Vegna þessa hafa verið teknar saman tölur um þróun umferðar á 14 talningarstöðum vítt og breitt um landið og þær birtar hér á vefnum í byrjun hvers mánaðar. Um er að ræða, að borið er saman umferðarmagn í hverjum mánuði, milli áranna 2006 og 2007 annarsvegar og hins vegar áranna 2007 og 2008.

Meðfylgjandi er tafla er sýnir hvern talningarstað fyrir sig, þar sem fram kemur mismunur milli ára í hverjum mánuði. Taflan er einnig birt sem stöplarit og graf þar sem stöplaritið sýnir myndrænt, hlutfallslega breytingu milli ára, í hverjum mánuði, þegar allir talningastaðirnir hafa verið lagðir saman. Grafið sýnir, aftur á móti, heildarumferðarmagn áðurnefndra 14 staða, í hverjum mánuði.

Eins og við mátti búast sýnir stöplaritið þó nokkrar sveiflur milli ára, í sömu mánuðum, þá sérstaklega í vetrarumferðinni. Ekki hafa fundist skyringar á þeim mikla mun sem er milli nóvember 2006 og 2007. Af umferðargrafinu má sjá skýran mun á milli áranna 2006 og 2007 en það er aðeins óljósara hvert stefnir árið 2008. Miklar sveiflur eru á milli apríl og mars 2007 og 2008, sennilegast vegna þess, að páskar voru í apríl 2006 og 2007 en í mars 2008. Fyrir fimm fyrstu mánuði 2008, er þó klárlega minni aukning, á milli áranna 2007 og 2008 en áranna 2006 og 2007. Hugsanlega gæti það skýrst, að hluta, af verra veðurfari í ár.

Til fróðleiks má geta þess að árið 1999 var vegakerfi suðvestursvæðis (höfuðborgarsvæði inn í því umdæmi) rétt rúm 5% af heildar þjóðvegakerfi landsins en um 40% alls aksturs fór þar fram. Þannig að miklu máli skiptir hvað höfuðborgarbúar eru að gera þ.e. ekki víst að heildarniðurstaðan fyrir árið 2008 verði minni umferð en árið 2007.

Talningarstaðirnir 14 eru allir á Hringveginum.

 Nánari upplýsingar veitir Friðleifur Ingi Brynjarsson

UmferdAgustGraf