Fréttir
  • Óseyrarbrú -- einungis ytri skemmdir

Óseyrarbrú opin allri umferð

Þrátt fyrir nokkrar skemmdir á brúnni er burðarvirkið í góðu lagi

30.5.2008

Frá því að umferð var opnuð á Óseyrarbrúna í gær hefur hún verið opin allri umferð, einnig umferð þungra flutningabíla. Þrátt fyrir nokkrar skemmdir á brúnni er burðarvirkið í góðu lagi, það stóðst hið mikla álag í skjálftanum í gær.

Ölfusárbrúin við Selfoss er einnig opin allri umferð.

Unnið er að því að meta skemmdirnar á vegakerfinu eftir skjálftann og lagfæra þær.

Skemmdir urðu þó nokkrar á vegum í skjálftanum: Á Suðurlandsvegi sunnan Ingólfsfjalls, í Grafningnum og á Eyrarbakkavegi á milli Eyrarbakka og Óseyrarbrúar. þá er óökufær einbreið brú á Arnarbælisvegi. Víða eru ójöfnur á vegum og vegfarendur því beðnir um að gæta fyllstu varúðar á skjálftasvæðinu.