Fréttir
  • Á Reykjanesbrautinni

Vinna við að skilja að akstursstefnur hafin

Gátskildir á 2 km kafla komnir upp

10.4.2008

Vinna við að setja upp gátskildi á milli akreina á Reykjanesbrautinni á framkvæmdasvæðinu hófst í gær. Settir voru upp skildir á 2 km kafla og verður haldið áfram jafn hratt og kostur er. Panta þarf gátskildi til viðbótar. Einnig voru í gær miðvikudag sett upp stærri skilti til aðvörunar.

Vegagerðin ítrekar þau tilmæli til vegfarenda að aka varlega á framkvæmdasvæðum og aka ætíð í samræmi við aðstæður.


Brautin64

Brautin65

Brautin67

Brautin68