Fréttir
  • Samgönguráðherra sprengir
  • Samgönguráðherra sprengir
  • Kristján Möller samgönguráðherra, Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri

"Slegið í gegn" í Héðinsfjörð

Samgönguráðherra sprengir í Héðinsfjarðargöngum

4.4.2008

Nú er fært í Héðinsfjörð í gegnum Héðinsfjarðargöngin. Samgönguráðherra sprengdi á fimmtudag málamynda sprengingu í tilefni þess að fyrir stuttu komst verktakinn Háfell og Metrostav í gegn styttri hluta ganganna Siglufjarðarmegin.

Héðinsfjörður tók á móti fólki með snjófjúki eftir "sprenginguna" en með í för samgönguráðherra voru tveir fyrrverandi samgönguráðherrar.

Sjá einnig hér á vef Vegagerðarinnar allt um framkvæmdina. En nú er búið að slá í gegn Siglufjarðarmegin en sá hluti ganganna er 3,7 km en Ólafsfjarðarmegin eru göngin tæpir 7 km. Búið er að sprengja 2,7 km þeim megin.

Inn í Héðinsfjarðargöngum, "sprenging" undirbúin

Hedinn22

Kristján Möller samgönguráðherra, Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri

Hedinn42

Við munnann í Héðinsfirði

Hedinn47

Í Héðinsfirði, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og samgönguráðherrarnir Sturla Böðvarsson, Kristján Möller og Halldór Blöndal

Hedinn62

Snjófjúk, Rögnvaldur Gunnarsson og Sigurður Oddsson

Hedinn72

Alþingismaðurinn Siv Friðleifsdóttir mundar myndavélina

Hedinn88

Skeggrætt, Halldór Blöndal, Jón Rögnvaldsson, Gunnar Gunnarsson og Guðmundur Heiðreksson

Hedinn89