Fréttir
  • Klæðing hefur farið af hér á Ísólfsskálavegi

Vegir verða fyrir barðinu á veðrinu

íslensk vetrarveður láta ekki að sér hæða

13.2.2008

Í síðast ofsaveðri á föstudag í síðustu viku voru svo mikil læti í veðrinu á Suðurnesjunum að klæðing flettist af Ísólfsskálavegi. Á tveimur stöðum, um 70 - 90 fm á hvorum stað.

Ekki er vitað til þess að óhöpp hafi orðið vegna þessa. Óvíst er hvernær mögulegt verður að gera við skemmdirnar en það fer eftir veðri og hitastigi.

Staðurinn þar sem klæðingin fauk af veginum er norðan í Festarfjalli þegar farið er frá Grindavík í átt að Krísuvík, klæðingin þarna er nýleg en þetta er hluti af væntanlegum Suðurstrandavegi. 

Farið var með veghefil til að taka lausu klæðinguna ofan af veginum áður en bútarnir næðu að festa sig við slitlagið.

KlæðingFlettist2