Fréttir
  • Jarðvegsslóði á Hafravatnsvegi

Ótryggilega gengið frá farmi

brýnt að menn taki sig á í þeim efnum

18.12.2007

Allt of algengt er að illa sé gengið frá farmi á vörubílum við framkvæmdir hvers konar. Brýnt er að menn taki sig á í þeim efnum.

Á dögunum var vegagerðarmaður á ferð á höfuðborgarsvæðinu þegar hann rakst á langa slóð af mold og grjóti á veginum. Efnið hefði að sjálfsögðu átt að haldast á vörubílspallinum.

Vinna við uppúrtekt í Grundahvarfi við Elliðavatn stóð yfir og rakti vegagerðarmaðurinn slóðina að losunarstað við Geitháls.

Myndirnar eru teknar á Hafravatnsvegi og taldi vegagerðarmaðurinn það mildi að jarðvegurinn hafi ekki lent á Breiðholtsbraut eða Suðurlandsvegi þar sem umferðin er margfalt meiri.

IllaFergt1


IllaFergt4

IllaFergt5