Fréttir
  • Þróun svara síðan 2002 - graf

Flestir vilja breiðari vegi

úr viðhorfsrannsókn Gallups um þjóðvegi landsins

4.10.2007

Capacent Gallup vann í sumar könnun fyrir Vegagerðina um viðhorf almennings til þjóðveganna. Könnun af þessu tagi er reglulega gerð tvisvar á ári, sumar og vetur.

Meðal annars var spurt um hvað fólk vildi helst bæta á þjóðvegum landsins. Flestir vildu breikka vegina, en gefnir voru upp möguleikarnir að auka við bundið slitlag, bæta málun á bundnu slitlagi, fjölga viðvörunarmerkjum, slétta vegi, breikka vegi eða hvort viðkomandi vildi bæta eitthvað annað á þjóðvegum landsins.

Ríflega 60 af hundraði vildu breikka vegi, innan við 20 prósent vildu auka við bundið slitlag, rúm sjö prósent vildu slétta vegi, tæp fimm af hundraði vildu fækka eða útrýma einbreiðum brúm og um átta prósent sögðu eitthvað annað.

Þeim fjölgar stöðugt sem vilja sjá breiðari vegi en fækkar hratt sem vilja meira bundið slitlag eins og sjá má á línuritinu.