Fréttir
  • Reykjanesbraut um Garðabæ

Reykjanesbraut um Garðabæ

21.12.2006

Ný mislæg gatnamót við Urriðaholt voru tekin í notkun um miðjan október. Malbikun nýrrar akbrautar frá Kaplakrika að Fífuhvammsvegi er langt komin. Ýmis vinna við frágang með vegi hefur tafist af ýmsum ástæðum, þ.m.t. veðurfarslegum.

Nú er unnið að því að koma endanlegri lýsingu á þann kafla sem þegar hefur verið tekinn í notkun og vonast er til að það náist fyrir áramót.

Einnig er unnið að gerð undirganga og við hleðslu hljóðmanar við Urriðaholt.

Til að hægt verði að hleypa umferð á tvöfalda Reykjanesbraut þarf að gera verulegar breytingar á umferðaljósum við Arnarnesveg og Vífilsstaðaveg. Vonast er til, að því verki ljúki síðari hluta janúarmánaðar 2007 og að hægt verði að opna nýju akbrautina í janúarlok.

Endanleg verklok eru síðan 1. ágúst 2007.