Fréttir
  • Hringbraut v.Bústaðarveg

Vegirnir okkar - kynningarrit um starfsemi Vegagerðarinnar

1.8.2006

Vegakerfinu er stundum líkt við æðakerfi mannslíkamans sem viðheldur starfseminni með því að tryggja eðlilegt blóðstreymi um hina ýmsa hluta líkamans. Með sama hætti eru traust vegakerfi og góðar samgöngur forsenda þess að mannlíf og atvinnulíf geti vaxið og dafnað í þéttbýli sem dreifbýli.

Vegagerðinni er með lögum falið að annast vegagerð, þjónustu og viðhald vegakerfisins á Íslandi í samræmi við þarfir samfélagsins á hverjum tíma.

Eðli málsins samkvæmt er Vegagerðin með starfsemi um allt land og umsvif hennar og áhrif á lífið í landinu eru meiri en margan grunar og er kynningarritinu "Vegirnir okkar" (PDF skrá 6 MB) ætlað að gefa nokkra innsýn í helstu þætti starfseminnar, almenningi til fróðleiks.