Fréttir
  • Farsímasamband við þjóðvegi

Könnun á hagkvæmum leiðum til uppbyggingar farsímakerfa á heiðarvegum

29.5.2006

Á liðnum árum hefur umræða verið um nauðsyn farsímasambands á þjóðvegum landsins í öryggisskyni og af þeim sökum hefur Vegagerðin haft það til skoðunar að stuðla að slíkri uppbyggingu.

Vegagerðin hefur reynt að meta slíka framkvæmd og er ljóst að um er að ræða mjög kostnaðarsamt verkefni og því vildi Vegagerðin kanna möguleika á hagkvæmari útfærslum til að ná settu marki.

Vegagerðin leitaði til Merkja- og fjarskiptastofu Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands til að framkvæma slíka athugun og átti sú vinna sér stað á árinum 2003 og 2004. Nýútkomin er skýrsla sem ber heitið "Könnun á hagkvæmum leiðum til uppbyggingar á farsímakerfa á heiðavegum" eftir Sigfús Björnsson, prófessor í merkja- og fjarskiptaverkfræði og er hún hér á rafrænu formi.

Skýrslan greinir frá helstu leiðum og þeim aðferðum sem hægt væri að beita til að ná niður kostnaði og mæta samhliða þeim öryggiskröfum sem verkefninu var ætlað að mæta. Umfjöllun og niðurstöður eru á ábyrgð höfundarins.

Skýrsla - Könnun á hagkvæmum leiðum til uppbyggingar farsímakerfa á heiðarvegum