Fréttir
  • Magnus Larson og Hans Hanson í Landeyjahöfn

Sænskt meistaraverkefni um sandflutninga við Landeyjahöfn

Hvað stjórnar flutningnum

3.3.2016

Tveir sænskir verkfræðinemar við Háskólann í Lundi rannsaka nú sandflutninga við Landeyjahöfn, hvað stjórnar ferlinu og það sem er enn mikilvægara hvort hægt sé að hafa áhrif á þetta ferli. Rannsóknin er lokaverkefni þeirra félaga og unnið í samvinnu við siglingasvið Vegagerðarinnar.

Nýlega komu til landsins tveir sænskir verkfræðinemar við Háskólann í Lundi í suður Svíþjóð, þeir Peter Henriksson og Samuel Brudefors.  Þeir eru að vinna að lokaverkefni á meistarastigi undir handleiðslu prófessoranna Magnus Larson og Hans Hanson í samvinnu við siglingasvið Vegagerðarinnar.  Verkefnið fjallar um sandflutninga við Landeyjahöfn, hvaða ferli stjórna flutningunum og hvernig eða hvort hægt sé að hafa áhrif á þessi ferli.  

Þeir Peter og Samuel voru mjög „heppnir“ með veður daginn sem Landeyjahöfn var heimsótt þar sem hæð kenniöldu var meira en 5 m úti fyrir ströndinni. Líkt og sjá má á myndinni sem var tekin um miðjan febrúar.