Fréttir
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur umferð og verkliðir
 • Arnarnesvegur verkmörk
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar
 • Arnarnesvegur í febrúar

Vinna við Arnarnesveg á áætlun

Vinnan á áætlun þrátt fyrir rysjótt tíðarfar

8.2.2016

Framkvæmdir við nýbyggingu Arnarnesvegar frá mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi eru á áætlun. Verkinu á að vera lokið 1. október í haust og umferð þá hleypt á hinn nýja veg sem mun létta mjög á umferð um Fífuhvammsveg. 

Vegna verksins var þörf á að færa háspennustrengi OR og er því verki nú lokið. Einnig hefur verið sett á bráðabirgða gönguleið sem verður notuð þar til undirgöng við væntanlegt hringtorg verða komin í gagnið. 

Til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda var stóru röri komið fyrir í gegnum vinnusvæðið og liggur umferð vinnuvéla þá yfir rörið. Þarna er nokkur umferð gangandi, sérstaklega yngri vegfarenda á leið í og úr skóla og -- tómstundastarfi. Rörið sem virkar þá eins og undirgöng var sett til að koma í veg fyrir gangandi umferð á vinnusvæðinu sjálfu og til að gangandi þyrftu ekki að leggja á sig stóran krók. 

Einnig er skólabíll á morgnana kl. 7:50 við torgið á Þorrasölum og leggur hann af stað kl. 8:00.

Sprengivinna er í gangi sem alltaf er óþægileg fyrir þá sem næstir búa en komið hefur verið fyrir mælum á nokkrum húsum til að fylgjast með því að styrkur sprenginga standist útboðsskilmála og hefur styrkurinn verið vel undir þeim mörkum. Mælar eru og færðir á milli húsa til að fá sem besta mynd af því sem er að gerast. 

Vinnan við undirgöng gengur einnig vel en búið er að steypa plötu við undirgöng við Reykjanesbraut en reiknað með að því verki ljúki í vor en framkvæmdirnar við undirgöng við Þorrasali fara í gang í apríl mánuði.  

Aðeins meira um framkvæmdina má finna á forsíðu verkefnavefs verkefnisins, en þar munu verða tengingar í allar fréttir af verkinu og framvindu þess.

Kortin stór pdf-skjöl