Fréttir
  • Frá vetrarráðstefnunni 2008 á Akureyri

Vetrarráðstefna Vegagerðarinnar 2016

verður haldin dagana 6. og 7. apríl í Reykjanesbæ

29.1.2016

http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/VegagerdinLOGO/$file/Vegagerdin_LOGO_2015_PNG_800_672.png

Vegagerðin  stendur fyrir  ráðstefnu um vetrarþjónustu dagana 6. og 7. apríl 2016, í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Ráðstefnan hefst kl. 09:00 báða dagana.

Megin efnistök ráðstefnunnar verða:

Framtíðarsýn og þróun vetrarþjónustunnar í breyttu umhverfi og auknum ferðamannastraum.

Fjallað verður m.a. um umhverfi, framkvæmd, skipulag, stjórnkerfi og stjórnun vetrarþjónustunnar, öryggis- og gæðamál sem og tækniþróun í tækjabúnaði, þróun og bætta tækni í veðurspákerfum og veðurspám.

Endanleg dagskrá með nöfnum fyrirlesara verður birt fljótlega, en áætlaðir dagskrárliðir eru eftirfarandi:

·         Þjóðhagslegur hagnaður/kostnaður við vetrarþjónustu

·         Framtíðarþróun og nýir straumar í ferðaþjónustu

·         Loftslagsbreytingar og vetrarþjónusta

·         Ný og öflug veðurspákerfi, ný vöktunartækni, breytt aðgerðaumhverfi

·         Fjarvöktun, mælabúnaður, staða og framtíðarsýn

·         Verkaskipting, samstarf, samvinna vaktstöð/þjónustustöð

·         Sameiginleg stjórnstöð, samhæfing, samlegð, yfirsýn

·         Upplýsingamiðlun, farsímar, öpp, leiðsögutækni

·         Dagleg stjórnun vetrarþjónustu, tæknilegir möguleikar í vöktun, rannsóknir, þróun, innleiðing

·         DIMS De-icing management system (Danmörk)

·         Skipulag, verkefni/vinnuumhverfi verktaka (Ísland, Noregur)

·         Vetrarþjónusta á göngu- og hjólreiðastígum Reykjavíkurborgar

·         Búnaður og tæki; umhirða, umgengni, gæðakerfi, verklagsreglur framtíðarþróun

·         Öryggismál, áhættustig, viðvaranir, lokanir, samhæfing við Almannavarnir

·         Lagalegur réttur og skyldur verkkaupa/verktaka í vetrarþjónustu

 

Samhliða ráðstefnunni verður sýning á tækja- og tæknibúnaði sem tengist vetrarþjónustunni  

Ráðstefnan er öllum opin, ráðstefnugjald er 40.000 kr án gistingar, fyrir þá sem gista eru frátekin 160 herbergi í Reykjanesbæ og er verðskráin eftirfarandi:

 Vetrarráðstefnan 2016

 

 


 

 

Skráning  á vetrarráðstefnuna.

CP Reykjavík sér um skráninguna á ráðstefnuna sem og gistibókanir. 

Allar frekar upplýsingar má fá hjá Þórunni Hildu Jónasdóttur (thorunn@cpreykjavik.is)