Fréttir
  • Hreinn Haraldsson og Halldór Ó. Sigurðsson
  • Hreinn Haraldsson og Halldór Ó. Sigurðsson

Ríkiskaup og Vegagerðin endurnýja samstarfssamning

samningur um verklag vegna innkaupaþjónustu

13.11.2015

Vegagerðin og Ríkiskaup hafa endurnýjað samstarfssamning sinn um verklag við innkaupaþjónustu sem Ríkiskaup veita Vegagerðinni. Auk þjónustu samkvæmt lögum og reglum þar um mun Ríkiskaup veita samkvæmt samningnum sértæka innkaupa- og ráðgjafaþjónustu sem er á sérsviði Ríkiskaupa og sem Vegagerðin óskar eftir. 


Um er að ræða til dæmis þátttöku í rammasamningskerfi Ríkiskaupa, útboð og innkaup á efni og búnaði, verðfyrirspurnir, útboð á þjónustu, innkaup á efni og búnaði hérlendis og erlendis og innkaup á bifreiðum samkvæmt bifreiðasamningi ríkisins.

Samstarf verður um  þróunaverkefni sem varða ýmsa þætti innkaupamála svo sem þróun Rammasamningakerfis ríkisins og verklag þar að lútandi, um rafræn innkaup og rafræn útboð.

Á myndunum má sjá Hrein Haraldsson vegamálastjóra og Halldór Ó. Sigurðsson forstjóra Ríkiskaupa undirrita samstarfssamninginn.